Skólasetning 22. ágúst

Skólabjallan hringdi inn skólaárið í morgun þegar frú Helga Æðis hringdi bjöllunni í fyrsta sinn á þessu skólaári. Matti mjúki búin að flagga fyrir tilefninu. Gleðin skein úr andlitum okkar besta fólks sem stóð óþreyjufullt á skólalóðinni. Það er einstök stemning í húsi þegar litla fólkið mætir eftir sumarleyfi. Fyrsti skóladagurinn var einstakur, eintóm gleði og hamingja í húsi.

Matti mjúki flaggar svo aftur næstkomandi fimmtudag, 28. ágúst, þegar litlu krúttin í 5 ára mæta í hús.

Kærustu kveðjur frá öllum í Ísaksskóla.

Scroll to Top