Kæru foreldrar/forsjáraðilar.
Skólasundið hefst hjá okkur á morgun, þriðjudag, og eru það 7-9 ára nemendur sem fara á þriðjudögum og svo 6 ára sem fara í sundið á fimmtudögum. Við pössum vel upp á okkar fólk og fylgir starfsfólk frá skólanum börnunum í gegnum klefana og tekur svo á móti þeim eftir að sundtímanum lýkur. Börn með sítt hár þurfa að vera með teygju í hárinu og stúlkur í sundbolum (ekki bikiní). Ekki er hægt að koma með sjampó með sér í sundið vegna tímarammans sem sundrútan ekur eftir og því þarf hárþvottur, kremnotkun og slíkur munaður að fara fram þegar heim er komið.
Við erum spennt að byrja og pössum extra vel upp á yngsta sundfólkið sem stígur sín fyrstu skref í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn kemur.
Kær kveðja
Lára
