Á morgun föstudaginn 19. september munu nemendur Ísaksskóla taka þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Hlaupið er orðinn fastur liður í skólastarfinu og mikil og almenn ánægja hjá litlu hlaupurunum á þessum degi. Þau koma gjarnan í mark bleik í framan af ákafa og þiggja eplabita í verðlaunaskyni.
Nauðsynlegt er að koma í þægilegum fatnaði og góðum skóm til að hlaupa í.
Við munum svo að sjálfsögðu setja inn myndir af fallegu hlaupurunum á læst svæði á heimasíðunni okkar. Hér er auglýsingin.
Hjartans kveðja frá íþróttateymi skólans.