Þorragleði á bóndadegi

Síðastliðinn föstudag hélt skólinn upp á þorra með fallegri og skemmtilegri dagskrá. Börnin sungu að venju minni karla og kvenna ásamt sígildum þorralögum, og fylltist salurinn af kraftmiklum söng og góðri stemningu. Margir mættu í fallegum lopapeysum og þjóðlegum klæðum sem gáfu deginum enn meiri lit og hátíðleika. Hélt það vel utan um stemninguna og styrkti upplifunina af sameiginlegri hefð og sögu.

Eftir söng á sal fengu nemendur að smakka úrval af hefðbundnum þorramat og þó nokkur spenna ríkti þegar boðið var upp á nýja og óhefðbundna bragðupplifun fyrir marga. Það var ánægjulegt að sjá hversu stór hluti barnanna var reiðubúinn að smakka og læra meira um matarmenningu þjóðarinnar. Í hádeginu var svo boðið upp á grjónagraut og slátur svo þjóðlegra verður það varla.

Starfsfólk Ísaksskóla

Scroll to Top