Kæru foreldrar/forráðamenn
Verkefnið útivinir verður í gangi 28. september – 22. október Útivinir er verkefni þar sem nokkrir 8 og 9 ára nemendur standa fyrir útileikjum á skólalóðinni í frímínútum fyrir yngri nemendur undir handleiðslu kennara.
Sundið er komið í frí frá og með 6. október. Fyrsti sundtími eftir fríið er miðvikudaginn 28. október (strax eftir vetrarfrí).
Skipulagsdagur verður föstudaginn 2. október. Athugið að þann dag er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð eða Sólbrekku.
Foreldradagur er laugardaginn 17. október. Þann dag og dagana þar á undan fara fram einstaklingsviðtöl foreldra við kennara. Kennarar munu hafa samband við foreldra og bjóða viðtalstíma.
Vetrarfrí er föstudaginn 23. október, mánudaginn 26. október og þriðjudaginn 27. október.
Athugið að á foreldradegi og í vetrarfríi er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð.
Sólbrekka verður opin í vetrarfríinu fyrir 5 ára börn sem ekki taka frí.
Alþjóðlegi bangsadagurinn er 27. október ár hvert. Við höldum upp á hann föstudaginn 30. október. Nemendur mega koma með bangsa (tuskudýr) sem passa í skólatöskuna og jafnframt vera með þá í söng á sal en ekki í frímínútum.
Með ljúfum kveðjum,
starfsfólk Ísaksskóla