Foreldrafélagið stendur fyrir jólaferðum á Árbæjarsafn þrjá sunnudaga á aðventu, 6., 13. eða 20. desember – nemendur fá afsláttarmiða heim í skólatöskunni í dag.
Kirkjuferð er miðvikudaginn 2. desember. Sr. María Ágústsdóttir tekur á móti nemendum, starfsfólki og foreldrum kl. 9:00 í Háteigskirkju. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 8:30 stundvíslega. Börnin eiga að vera klædd eftir veðri því lagt er af stað frá skólanum og gengið til kirkju fljótlega eftir að hringt er inn. 5 ára bekkirnir fara fyrstir og síðan koll af kolli. Kirkjubekkir eru fráteknir fyrir hvern bekk skólans. Aðstandendur eru velkomnir í kirkjuna en taka sér sæti aftan við börnin í kirkjunni og á hliðarbekkjum.
Þeir foreldrar/forráðamenn sem vilja ekki að börnin þeirra fari í kirkjuna geta haft samband við Láru á skrifstofunni eða umsjónarkennarann. Við munum hugsa vel um börnin hér í skólanum á meðan. Allir verða komnir til baka í skólann um kl. 10.
Jólasveinahúfudagur verður föstudaginn 11. desember. Þá mega allir krakkar koma með húfuna í söng á sal.
Litlu jólin eru fimmtudaginn 17. desember í skólastofum. Þann dag er venjulegur kennsludagur en nemendur mega koma með smákökur og drykkjarföng í fernum (röradrykk) í aukanesti. Ekkert gos er leyfilegt.
Jólatrésskemmtanir eru föstudaginn 18. desember. Jólaböllin eru tvö. Hið fyrra frá kl.13:00-14:30 (mæting kl. 12:45) og hið seinna frá kl. 15:00-16:30 (mæting kl. 14:45). Nemendur safnast saman í skólastofunum sínum og ganga svo með kennara sínum að trénu í salnum. Engin kennsla eða gæsla er þennan dag og því miður er ekkert pláss fyrir foreldra eða vini á þessum jólatrésskemmtunum.
Kl. 13:00 – 14:30
5 ára VAL
5 ára BÞ
6 ára HÞ
7 ára Lilla
8 ára HTH
9 ára Sól
Kl. 15:00 – 16:30
5 ára EÁK
5 ára MBD
6 ára HKJ
6 ára ÞEK
7 ára EBH
7 ára SÁS
8 ára IG
Skólinn hefst á nýju ári þriðjudaginn 5. janúar 2016 kl. 8:30 samkvæmt stundaskrá.
Sigríður Anna Guðjónsdóttir