Kæru foreldrar/forráðamenn
Á morgun, þriðjudaginn 1. des. er búist við fyrsta veðurhvelli vetrarins og sendi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins út tilkynningu 1 nú síðdegis þar sem foreldrar/forráðamenn voru hvattir til að fylgjast vel með veðri í fyrramálið.
Sjá einnig upplýsingar á ytri vef Reykjavíkurborgar: http://reykjavik.is/roskun-skolastarfi-vegna-ovedurs
http://shs.is/fyrirtaeki-og-stofnanir/almannavarnir/roeskun-a-skolastarfi.html
Fundur var í dag með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og fulltrúum SFS og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að fara yfir verkferla ef viðvörun berst frá Almannvörnum vegna óveðurs og röskunar á skóla- og frístundastarfi.
Sem fyrr verður fylgt reglum um viðbrögð starfsfólks í grunnskólum sem finna má á vef Slökkviliðsins á ýmsum tungumálum svo og á vef Reykjavíkurborgar; http://shs.is/fyrirtaeki-og-stofnanir/almannavarnir/roeskun-a-skolastarfi.html
Takk fyrir og gangi okkur vel 🙂
Sigríður Anna Guðjónsdóttir