Lestrarátak

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Nú leggja allir nemendur skólans af stað í lestrarátak. Ætlunin er að búa til lestrardreka í sal skólans.

Barnið fær heim klukkublað. Barnið les heima (og stundum í skólanum) í aukalestri 10-20 mínútur. Fyrir hverjar 5 mínútur litar barnið eina sneið á klukkunni (15 mínútur =3 sneiðar). Þegar barnið hefur litað allar sneiðarnar (lesið í 60 mínútur) þá fær það að teikna hönd sína í skólanum og líma á lestrardrekann. 

Vinsamlegast passið að klukkublaðið og aukalestrarbókin fylgi barninu alltaf í skólann á meðan átakinu stendur.
Gaman er að fara á bókasafn og velja sér aukalestrarbók. Foreldrar aðstoða þá barnið sitt við að velja bók við hæfi. Vinsamlegast fylgist vel með hve lengi barnið les í aukalestri heima og skráið á klukkublaðið og heimalestraheftið.

Með von um góða þátttöku. 

Ísaksskólakennarar.