Kæru vinir,
Ísaksskóli er 90 ára í ár og af því tilefni ber að fagna. Til að styðja við skólann og hans mikilvæga starf, í anda þeirrar vináttu og samkenndar sem skólinn er þekktur fyrir, hafa nú verið stofnuð vinasamtök Ísaksskóla. Vinasamtökin – Vinir Ísaksskóla er fólk á öllum aldri sem gekk í skólann, átti barn/börn í skólanum eða vann/vinnur við skólann og vill leggja skólanum og þeim málefnum sem samtökin vinna að lið. Fyrirtækjum, félögum og stofnunum er einnig velkomið að styðja við samtökin.
VIÐ LEITUM TIL ÞÍN
Vinir Ísaksskóla munu styðja við allt félagsstarf og -líf utan hins hefðbundna starfs innan veggja skólans. Fyrsta áskorun félagsins liggur fyrir en ákveðið hefur verið að ráðast í gerð heimildarmyndar um Ísak Jónsson og Ísaksskóla og er vinna nú þegar hafin. Þar sem rekstrarfé skólans fer aðeins í að reka skólann er nauðsynlegt að safna fé til gerðar myndarinnar. Söfnunin er ný hafin á Karolina fund undir heitinu Vinir Ísaksskóla – Heimildarmynd um Ísak Jónsson og Ísaksskóla á 90 ára afmæli skólans. Hrefna Hallgrímsdóttir, leikkona, ásamt Braga Þór Hinrikssyni, kvikmyndagerðarmanni, sjá um gerð myndarinnar.
Til að gerast vinur er hægt að fara inn á
https://www.karolinafund.com/project/view/1180
og taka þátt í söfnuninni. Þeir sem styrkja söfnunina gerast sjálfkrafa Vinir Ísaksskóla.
Kveðja