Hið árlega páskabingó foreldrafélags Ísaksskóla 8. og 9. mars 2016.
Páskabingóið er aðalfjáröflun foreldrafélagsins, síðustu ár hefur foreldrafélagið styrkt skólann með innkomu og frjálsum framlögum af bingóinu t.d. bækur fyrir bókasafnið, uppbygging í Sólbrekku, ljóskastarar fyrir salinn, 3 skjávarpa (fyrir 8 og 9ára bekk) o.fl.
Félagið leitar til ykkar kæru foreldrar til að athuga hvort þau fyrirtæki sem þið starfið hjá geti styrkt félagið um vinninga fyrir páskabingóið. Það væri mjög vel þegið og endilega komið þá vinningum til Láru á skrifstofu skólans fyrir föstudag 4. mars.
Í ár rennur ágóði af páskabingóinu aftur til skjávarpakaupa, í þetta sinn fyrir 6 og 7ára bekk.
Við minnum góðfúslega á að tekið er við frjálsum framlögum til foreldrafélagsins á reikning 537-26-343680, kt.: 580204-3680.
Með fyrirfram þökk og von um skjót og góð viðbrögð.
Stjórn foreldrafélagsins