Kæru foreldrar.
Við minnum á að aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn annað kvöld kl. 19:30 í sal skólans.
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun sálfræðingur frá Kvíðameðferðarstöðinni halda fyrirlestur um kvíða hjá börnum. Efni sem allir hafa gott af að fræðast um.
Ef einhver hefur áhuga á að bjóða sig fram í stjórn foreldrafélagsins en kemst ekki á fundinn er hægt að hafa samband við Hólmfríði gjaldkera, holmfridur81@gmail.com. Það verður enginn þvingaður í stjórn og því óhætt að mæta á fundinn þó ekki sé áhugi fyrir stjórnarsetu.
Foreldrafélagið stendur fyrir haustskemmtun í Ísaksskóla föstudaginn 7. október nk. Eftir hádegismat kemur Leikhópurinn Lotta í heimsókn með skemmtilega Söngvasyrpu og að því loknu verður krökkunum boðið upp á íspinna.
Að lokum viljum við vekja athygli á nýstofnaðri facebook-síðu félagsins:
https://www.facebook.com/foreldrafelagisaksskola/
Við vonumst til að sjá sem flesta á aðalfundinum,
Stjórn foreldrafélagsins