Kæru vinir,
þegar líða tekur á nóvembermánuð fá nemendur afhenta miða á aðventudaga Árbæjarsafns. Aðventudagarnir eru að þessu sinni sunnudagarnir 3., 10. og 17. desember. Í ár hljóða vildarkjörin upp á 900 kr á foreldri, frítt fyrir yngri en 18 ára og eldri en 67 ára. Hver nemandi í Ísaksskóla fær 3 afsláttarmiða. Við sendum ykkur tölvupóst þegar miðarnir fara í töskuna hjá börnunum.
– miðvikudaginn 13. desember býður Foreldrafélag Ísaksskóla upp á leiksýningu á sal „Jól í tösku“ sem Þórdís Arnljótsdóttir flytur. Við þökkum skólastjóra og starfsfólki innilega fyrir að hliðra til hefðbundinnar kennslu til að fá notið þessarar sýningar.
– kröfur fyrir árgjald Foreldrafélags Ísaksskóla eru komnar inn í heimabanka hjá foreldrum sem valkröfur. Vinsamlega greiðið sem fyrst – það eflir okkar starf og stendur undir skipulögðum viðburðum.
Vetrar- og aðventukveðjur,
Foreldrafélag Ísaksskóla