Söngur á sal verður kl 12:40 á mánudögum og miðvikudögum til skiptis og að sjálfsögðu á föstudögum kl 8:30. Fyrsta föstudagssöngstundin verður á föstudaginn kemur, þann 31. ágúst.
Laugardaginn 8. september, býður Foreldrafélag Ísaksskóla nemendum og fjölskyldum þeirra á haustfagnað á skólalóðinni á milli kl 10:30-12:30. Í boði verða hoppukastalar, Sirkus Íslands, andlitsmálning, léttar veitingar fyrir börn og foreldra, ljúf tónlist og almenn skemmtilegheit.
Skipulagsdagur verður föstudaginn 14. september. Athugið að þann dag er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð eða Sólbrekku.
Samræmd próf verða í íslensku fimmtudaginn 27. september og í stærðfræði föstudaginn 28. september hjá 9 ára. Á meðan á samræmdu prófunum stendur fara þeir bekkir sem eru á sama gangi í skipulagðar vettvangsferðir báða dagana.
Með skólakveðjum,
starfsfólk Ísaksskóla