Kæru foreldrar og forráðamenn,
Á morgun, mánudaginn 2. nóvember verður skipulagsdagur í skólanum okkar.
Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnarreglna stjórnvalda til varnar COVID-19.
Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður í að útfæra skólastarfið miðað við nýjar reglugerðir með kennurum og öðru starfsfólki.
Leik- og grunnskólabörn eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. Nóvember. Að þeirri vinnu lokinni, munum við senda ykkur póst um áframhald skólastarfsins í skólanum okkar.
Skóla- og frístundastarf mun hefjast aftur með breyttu sniði þriðjudaginn 3. nóvember.