Kæru foreldrar/forráðamenn og starfsmenn,
Ársfundur Skóla Ísaks Jónssonar var haldinn í gær, þriðjudaginn 8 apríl. Stjórn skólans næsta starfsárið er óbreytt frá því fyrra fyrir utan að Salóme Guðmundsdóttir er komin inn ný sem varamaður. Hún tekur við af Jónasi Þór Guðmundssyni sem verið hefur varamaður undanfarin mörg ár. Stjórnina skipa því þau Páll Harðarson fulltrúi foreldra og Salóme Guðmundsdóttir varamaður hans, Herdís Þórsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna og Lára Jóhannesdóttir varamaður hennar og Árni Sigurðsson fulltrúi foreldra og Berglind Ósk Bárðardóttir varamaður hans.
Um leið og ég þakka stjórninni fyrir frábær störf í þágu skólans býð ég Salóme velkomna í hópinn. Það er ómetanlegt fyrir skólann að njóta krafta jafn frábærra einstaklinga.
Mínar bestu kveðjur,
Sigríður Anna