Ársfundur Skóla Ísaks Jónssonar verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 25. apríl á sal skólans kl. 17:30. Allir foreldrar/forráðamenn og starfsmenn eru hvattir til að mæta.
Dagskrá:
1. Ávarp formanns skólanefndar
2. Skýrsla skólanefndar
3. Ársreikningur fyrir síðasta starfsár
4. Kosning í skólanefnd skv. samþykktum skólans
5. Kosning endurskoðenda
6. Tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum félagsins
7. Önnur mál
Tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum félagsins:
Lögð er fram tillaga að breytingu á samþykktum félagsins þannig að nafn skólanefndar breytist í stjórn. Í aðalnámskrá grunnskóla er skólanefnd með annað og ólíkt hlutverk en skólanefnd Skóla Ísaks Jónssonar og því möguleiki á að það geti valdið ruglingi.
Með góðum kveðjum,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir