Forráðamenn nemenda geta sótt um tímabundin leyfi fyrir þá frá skólagöngu. Um slíkar leyfisveitngar gilda eftirfarandi reglur:
- Umsjónarkennarar gefa leyfi í allt að tvo daga.
- Leyfi sem nemur fleiri en tveimur dögum þarf að sækja um rafrænt hér á vefnum með því að fylla út formið hér að neðan. Umsóknin berst svo skólastjóra til samþykkis.
Öll röskun á námi nemandans sem hlýst af umbeðnu leyfi er á ábyrgð foreldra eða forráðamanna samanber 8. grein grunnskólalaga.
8.grein
„Sæki forráðamaður skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu í samráði við umsjónarkennara telji hann til þess gildar ástæður. Forráðamaður skal þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi á meðan á undanþágu stendur“
Hægt er að sækja um leyfi í gegnum Minn Mentor. Þar geta aðstandendur sótt um leyfi fram í tímann og haldið rafrænt utan um allar leyfisbeiðnir sem sendar hafa verið til skólans.
Hjá skólanum er hægt að samþykkja eða hafna beiðni en allar beiðnir vistast rafrænt hjá skólanum og á svæði aðstandenda og verða aðgengilegar milli skólaára.
Hér má sækja leiðbeiningar um hvernig sótt er um leyfi. [sækja skrá]
—
Athugið að ef um forföll, s.s. veikindi er að ræða, þarf að tilkynna til skrifstofu strax að morgni hvers dags, annaðhvort gegnum síma 553 2590 eða á Mentor.is