Dagur íslenskrar tungu

Vikan 11.-15. nóvember var sérstaklega tileinkuð degi íslenskrar tungu í Ísaksskóla. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur, tónlistarmaður og útgefandi heimsótti börnin fimmtudaginn 14. nóvember og sagði þeim frá verkum sínum og starfi. Hann las fyrir þau ljóð og texta eftir sig en þau hafa verið að syngja lög og texta eftir hann undanfarnar vikur. Aðalsteinn Ásberg mætti síðan í söng á sal daginn eftir og hlýddi á söng barnanna. Allir textarnir og flest lögin sem börnin sungu voru eftir hann.