Engin kirkjuferð verðu í ár. Við munum gera eitthvað notalegt í skólanum í staðinn.
Jólasveinahúfudagur verður föstudaginn 11. desember. Þá mega allir nemendur koma með húfuna í söng á sal.
Litlu jólin eru fimmtudaginn 17. desember í skólastofum. Þann dag er venjulegur kennsludagur en nemendur mega koma með smákökur og drykkjarföng í fernum (röradrykk) í aukanesti. Ekkert gos er leyfilegt.
Jólatrésskemmtanir eru föstudaginn 18. desember. Skipulag verður sent þegar nær dregur og mun ráðast af sóttvarnarreglum. Nemendur safnast saman í skólastofunum sínum og ganga svo með sínum kennara að trénu í salnum. Engin kennsla eða gæsla er þennan dag og því miður er ekkert pláss fyrir foreldra eða vini á þessum jólatrésskemmtunum.
Með hlýjum kveðju,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir