Engin kirkjuferð verður í ár. Við munum gera eitthvað notalegt í skólanum í staðinn.
Jólasveinahúfudagur verður föstudaginn 10. desember. Þá mega allir nemendur koma með húfuna í skólann.
Litlu jólin eru föstudaginn 17. desember í skólastofum. Þann dag er venjulegur kennsludagur en nemendur mega koma með smákökur og drykkjarföng í fernum (röradrykk) í aukanesti. Ekkert gos er leyfilegt.
Jólatrésskemmtanir eru mánudaginn 20. desember.
Til þess að virða allar sóttvarnarreglur höfum við skipulagt jólatrésskemmtanirnar eftir kúnstarinnar reglum. Ef aðstæður breytast á næstu vikum tökum við aftur stöðuna og sendum nýjan póst. Böllin verða 5 í ár:
Kl. 10:30 – 5 ára
Kl. 11:30 – 6 ára
Kl. 12:30 – 7 ára
Kl. 14:00 – 8 ára
Kl. 15:00 – 9 ára
5 ára – Mæting 10:15. Gengið í salinn kl. 10:30.
6 ára – Mæting 11:20 við brunavarnarhurðina. Gengið í salinn kl. 11:30 og dagskráin hefst. Að loknu ballinu fara þau út á sama stað um baunarvarnarhurðina.
7 ára – Mæting 12:20 við aðalinnganginn og fara öll upp á gamla gang (7 ára IG líka). Gengið í salinn kl. 12:30. Að loknu ballinu fara þau öll út um brunavarnarhurðina.
8 ára – Mæting 13:50 við aðalinnganginn. Að ballinu loknu fara þau út um brunavarnarhurðina uppi á gamla gangi.
9 ára – Mæting 14:50 við aðalinnganginn. Að loknu ballinu fara þau þar út aftur.
Opið verður í Sólbrekku (fyrir 5 ára börnin sem ekki byrja í jólafríi strax) 21.-22. desember og til hádegis 23. desember. Lokað verður á milli hátíðanna.
Skólahald hefst á ný miðvikudaginn 5. janúar.
Gleðilega aðventu,
starfsfólk Ísaksskóla