Kæru foreldrar og forráðamenn,
Við minnum ykkur á að hægt er að fylgjast með loftgæðum í borginni á Reykjavíkurvefnum, sér í lagi nú þegar vindátt getur orðið þess valdandi að gosmengun berist yfir borgina.
Í dag hafa loftgæði í borginni verið góð en síðdegis í gær urðu loftgæði léleg.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með eldsumbrotunum og áhrifum þeirra og gefur út viðvaranir ef þörf er á. Ef Heilbrigðiseftirlit sendir út viðvörun vegna mengunar sem fer yfir heilsufarsmörk verður hún framsent skólum og frístundamiðstöðvum eins fljótt og auðið er.
http://reykjavik.is/loftgaedi