Þemadagar hafa staðið yfir í Ísaksskóla og húsið iðar af listsköpun og gleði. Þemað í ár eru bækur Kristínar Helgu Gunnarsdóttur og vinna nemendur verk úr hennar skemmtilegu bókum. Það er ekki laust við að ritari þessarar fréttar hafi brosað þegar hún kom að 8 og 9 ára nemendum útbúa gallsteina, mála þá og líma á blað. Það verða glaðir foreldrar sem fá þessi listaverk heim með börnunum. Hver vill ekki hafa gallsteina afa Gissa upp á vegg hjá sér? En það er einmitt titill á einni af bókum Kristínar Helgu. Á næstu dögum munum við setja inn skemmtilegar myndir af gleðinni á þemadögum á læst svæði á heimsíðunni okkar.
Kærar kveðjur úr þemagleðinni
Starfsfólk Ísaksskóla