Í vikunni fékk glerlistaverkið Flugdrekinn í sal Ísaksskóla kærkomna yfirhalningu. Verkið, sem hefur fylgt skólanum um árabil, var vandlega þvegið og fágað – og glitrar nú aftur eins og nýtt.
Það er eftir glerlistamanninn Leif Breiðfjörð og hefur lengi verið hluti af af töfrum skólans – litadýrð sem fangar ímyndunarafl og gleði barnanna.
Við þökkum þeim sem komu að verkinu – og minnum á að listin þarf líka smá umhyggju inn á milli, rétt eins og við öll.
Starfsfólk Ísaksskóla


