Heil og sæl kæru vinir,
Þriðjudagskvöldið 30. október verður aðalfundur Foreldrafélags Ísaksskóla haldinn kl 18:20.
Hefðbundin aðalfundarstörf:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins
3. Ákvörðun ársgjalds
4. Kosning í stjórn
5. Önnur mál
Það vantar ritara í stjórn til næstu tveggja ára sem og 3-4 aðila í stjórn án embætta (meðstjórnendur). Ennfremur þarf að kjósa til formanns til næstu tveggja ára.
Framboð vinsamlega sendist til Foreldrafélagsins eða til Láru á skrifstofunni. Magali situr áfram sem gjaldkeri næsta ár (annað ár af tveimur).
Eftir aðalfund skiptum við um gír og bjóðum foreldrum til fræðslukvölds kl 19. Við höfum fengið beiðni frá kennurum og starfsfólki skólans um að fylgja eftir þeirri fræðslu sem þau eru að einblína á þetta haustið. Sú fræðsla kemur frá Hugarfrelsi og fjallar um líðan barna og lífsvenjur.
Við viljum hins vegar alltaf setja valið um fræðsluerindi fram á lýðræðislegan máta og biðjum ykkur um að velja um efnistök á fræðslukvöldinu á meðfylgjandi hlekk:
https://goo.gl/forms/cYjVvtVbIjMXciRk1
Haustkveðjur,
Sjórn Foreldrafélags Ísaksskóla
foreldrafelag@isaksskoli.is