Forvarnarteymi

Í hverjum grunnskóla skal starfa forvarnarteymi sem hefur eftirfarandi hlutverk:

  1. Teymið á að tryggja kennslu í öllum árgöngum um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni sem hæfir aldri og þroska nemenda.
  2. Teymið skal leitast við að tryggja samhæfð viðbrögð starfsfólks með tilliti til ólíkra hópa og ólíkra einstaklinga í tilfellum þar sem börn reyna að greina frá ofbeldi og áreitni. Sérstaklega verði horft eftir merkjum um slíkt í tengslum við umfjöllun sem tengist forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti.
  3. Teymið skal vera kennurum og öðru starfsfólki til stuðnings og ráðgjafar varðandi fræðslu og umræðu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni og sjá um að tryggja viðunandi þekkingu og þjálfun starsfólks.
  4. Ábyrgðaraðilar teymisins eru skólastjóri og skólaskrifstofa.

 

Forvarnarteymi Ísaksskóla
Anna María GuðnadóttirHjúkrunarfræðingur
Fanney Hanna ValgarðsdóttirÞroskaþjálfi
Ómar Farooq AhmedStuðningsfulltrúi
Þóra Elísabet KjeldVerkefnastjóri
Saga Ólafsdóttirsálfræðingur Vesturmiðstöð

 

Scroll to Top