Kæru vinir,
Foreldrafélag Ísaksskóla þakkar kærlega fyrir frábæran skólavetur 2017-18.
Starfið innihélt m.a. eftirfarandi viðburði:
– hausthátíð með hoppuköstulum, tónlist, veitingum, andlitsmálningu, Sirkus Íslands
– fræðslufundi varðandi kvíða barna/aðalfundi
– leiksýningu fyrir jól
– afsláttarmiða á aðventudaga Árbæjarsafns
– öskudagsfjör með Latabæ
– páskabingó (fjáröflun)
Fyrir fjáröflunarfé gátum við m.a. keypt læsta dótageymslu til að geyma útidót á skólalóðinni og erum búin að kaupa ógrynni af sumardóti (krítar, bolta, teygjutwist, kústa, sápukúlur o.s.frv.) til að fylla hana.
Við erum að fara að setja niður skrautlega leikmottu (stiga og slönguspil brætt á malbikið) á skólalóðinni sem mun duga í nokkur ár í leik og starfi. Mottan er komin til landsins og bíður eftir rétta tækifærinu til að verða lögð á skólalóðina.
Þetta gerðum við saman. Okkar innilegustu þakkir sendum við ykkur kæru foreldrar. Gott foreldrastarf gerist ekki af sjálfu sér, aðeins með samstarfi og samfélagi.
Að lokum minnum við á greiðslu félagsgjalda – þau eru inni í heimabanka foreldra sem valkröfur og enn eru 45 ógreiddar kröfur. Félagsgjöldin standa straum af viðburðum vetrarins hverju sinni.
Sumarkveðjur – sjáumst sem flest í haust,
Foreldrafélag Ísaksskóla
foreldrafelag@isaksskoli.is