Sælir foreldrar barna í Ísaksskóla,
Nú í upphafi skólaárs vil ég stuttlega kynna fyrir ykkur starfssemi heilsuverndar skólabarna sem fram fer á vegum Heilsugæslu Hlíðasvæðis í Ísaksskóla.
Ég er í skólanum á mánudögum frá kl. 9 til kl. 12.
Utan þess tíma er alltaf hægt að leggja fyrir skilaboð hjá ritara skólans eða á heilsugæslunni.
Starfssemi heilsuverndar skólabarna er framkvæmd eftir þeim lögum og reglum sem um hana gilda.
Í þessu foreldrabréfi er stutt yfirlit yfir starfsemina og inn á heilsuvefnum www.6h.is geta foreldrar séð hvaða áherslur eru í hverjum aldursflokki fyrir sig.
Slóð beint inn á þessar upplýsingar er: http://www.6h.is/index.php?option=content&task=view&id=530&Itemid=568
Ég hvet ykkur til að kynna ykkur þetta vel og hikið ekki við að hafa samband við mig ef einhverjar spurningar vakna.
Með bestu kveðjum og von um gott samstarf.
Anna María Guðnadóttir,
skólahjúkrunarfræðingur Ísaksskóla