Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allt gamalt og gott. Um leið og við rennum af krafti og full tilhlökkunar inn í nýtt ár leggjum við línurnar fyrir janúar í Ísaksskóla.
Fyrsti skóladagurinn á nýju ári er mánudagurinn 6. janúar kl. 8:30.
Þorragleði verður föstudaginn 24. janúar. Þann dag mega allir koma í lopapeysu eða þjóðlegum klæðnaði. Í söng á sal verða þorralög sungin og eftir söngstund fá börnin að smakka þorramat.
Þemadagar verða miðvikudaginn 29. og fimmtudaginn 30. janúar.
Mót hækkandi sól,
starfsfólk Ísaksskóla