Kæru foreldrar/forráðamenn og nemendur.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samstarfið og samveruna á því gamla. Framundan eru skemmtilegir skóladagar og við hlökkum til að hitta ykkur endurnærð eftir fríið á þriðjudagsmorgun kl. 8:30.
Janúar í Ísaksskóla
Skipulagsdagur verður mánudaginn 4. janúar.
Fyrsti skóladagurinn á nýju ári er þriðjudagurinn 5. janúar kl. 8:30.
Föstudaginn 8. janúar syngjum við áramótasöngva í söngstund á sal.
Þorragleði verður föstudaginn 22. janúar. Þann dag mega allir koma í lopapeysu eða þjóðlegum klæðnaði. Í söng á sal verða þorralög sungin og eftir söngstund fá börnin að smakka þorramat.
Þemadagar verða þriðjudaginn 26., miðvikudaginn 27. og fimmtudaginn 28. janúar.
Okkar bestu kveðjur,
starfsfólk Ísaksskóla