Kæru foreldrar/forráðamenn og börn.
Laugardaginn 11. maí er Grænn dagur þar sem foreldrar, nemendur og starfsmenn vinna saman að því að fegra skólalóðina okkar.
Við mætum kl. 11:00 (ath. breyting á áður auglýstum tíma) og hefjumst handa við vorverkin, að þeim loknum hefst Vorhátíð foreldrafélagsins þar sem margt skemmtilegt verður í boði og verður auglýst síðar.
Við þurfum að biðja foreldra að koma með áhöld með sér og passa að merkja þau vel. Þeir sem geta komið með hjólbörur eru beðnir um að láta Kristínu eða Láru á skrifstofunni vita fyrir föstudag (sími 553-2590).
Skólalóðinni er skipt upp í svæði.
5 ára bekkir sjá um að hreinsa vel og róta upp í trjábeði sem er meðfram fótbolta-völlunum (austur-hlið). Klippa trjágreinar af runnum ef þarf. Hreinsa frá grindverkinu. Allur úrgangur fer í gám.
Áhöld: Hrífur og trjáklippur.
6 ára bekkir sjá um að hreinsa vel og róta upp í trjábeði við suðurhlið skólans. Klippa trjágreinar af runnum ef þarf. Hreinsa frá grindverkinu.
Áhöld: Hrífur og trjáklippur. Allur úrgangur fer í gám.
7 ára bekkir sjá um að hreinsa kverkar við skólann, þrífa rúðurnar sem snúa út á skólalóð. Sópa þarf kjallaratröppur við austurhlið og suðurhlið, losa ruslatunnur og setja nýja poka. Áhöld: Strákústar, gluggasköfur og áhöld til að hreinsa illgresi.
8 ára bekkir sjá um að hreinsa beð við inngang skólans, sópa stéttina og þvo gluggana. Hreinsa kverkar við skólann. Hreinsa rusl og gera huggulegt við Stakkahlíð og Bólstaðarhlíð. Áhöld: Strákústar, gluggasköfur og áhöld til að hreinsa illgresi.
9 ára bekkirnir sjá um að laga beð við myndlistarstofuna og beð inn á lóð sem snýr út að Skaftahlíð róta upp til að jarðvegurinn verði móttækilegur fyrir mold og næringu. Sópa stéttina og brekkuna.
Áhöld: Strákústar, gluggasköfur og áhöld til að hreinsa illgresi.
Ef árgangurinn er búinn að laga sitt svæði þá kannar hann hvort hann geti hjálpað til á öðrum svæðum.
Margar hendur vinna létt verk – Munið eftir pollagalla ef það er rigning.
Með kærri kveðju, starfsfólk Ísaksskóla