Í dag fengum við skemmtilega heimsókn frá Rafael Cao Romero Millan, sem er í Félag Mexíkóa á Íslandi og Unni Maríu Bergsveinsdóttur sirkuslistakonu.
Rafael kynnti fyrir börnunum hvernig hátíð barnanna er í Mexíkó með ljósmyndum og sögum. Unnur María sýndi listir sínar með húllahringjum fyrir börnin. Þau voru með frábært atriði sem sló í gegn. Börnin fengu síðan að prófa að húlla í lok sýningarinnar og fylgdi því mikil gleði.