Helgafellsgangan 3. september

Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir í gær þegar þrammað var af stað með nesti í Hafnarfjörðinn fagra og skundað upp Helgafellið. Sumir voru eldsnöggir á toppinn og aðrir kusu að ganga rólega, enda allur taktur í boði í göngunni. Það voru svangir nemendur sem komu í hús í dásamlega ljúffengan mat frá okkar besta fólki hjá Krúsku, soðinn fisk með nóg af smjöri og kartöflum.

Við munum setja myndir sem teknar voru í ferðinni inn á læst svæði á heimasíðunni. Lykilorðið verður sent til foreldra og forsjáraðila.

Lifið heil,
Starfsfólk Ísaksskóla

Scroll to Top