Hnetufrír Ísaksskóli

Kæru foreldrar/forsjáraðilar. (In english below)

Ísaksskóli verður hnetufrír skóli frá og með morgundeginum 29. ágúst þar sem við höfum nú nemendur með bráðaofnæmi. Einstaklingar sem eru með bráðaofnæmi þurfa ekki að borða hnetur til að fá ofnæmi, nóg er að komast í snertingu við matvæli eða jafnvel einstakling sem hefur meðhöndlað hnetur til að fá mjög slæm og lífshættuleg ofnæmisviðbrögð.

Við leggjumst nú á eitt, bæði starfsmenn og foreldrar og gætum þess að enginn komi með nesti sem inniheldur hnetur, jarðhnetur, heslihnetur, valhnetur, kasjúhnetur, pekanhnetur og/eða möndlur. Við útilokum allt nesti sem inniheldur hnetur eins og abt-mjólk með hnetumúsli, brauð með hnetusmjöri, hnetur í poka og alls kyns orkustykki sem innihalda hnetur eins og t.d. flestar tegundir af Corny og sumt morgunkorn líka.

Starfsfólk skólans einsetur sér að passa að ekkert sem inniheldur hnetur komi á kaffistofuna, enda hefur frú Sigríður skólastýra fjárfest í eggjasuðutæki og nú borða allir egg eins enginn sé morgundagurinn á kaffistofunni.

Sýnum samstöðu og verjum litlu fallegu bráðaofnæmisbörnin okkar.

Hjartans kveðja úr Ísaksskóla.
Lára

Ísaksskóli will be a nut-free school starting tomorrow, August 29, as we now have students with severe nut allergy. People with severe nut allergy do not need to eat nuts to have an allergic reaction., it is enough to come into contact with food or even a person who has handled nuts to have a very bad and life-threatening allergic reaction.

We now work together, both employees and parents, and make sure that no one brings any food that contains nuts, peanuts, hazelnuts, walnuts, cashews, pecans and/ almonds. We exclude all snacks that contain nuts such as abt-milk with peanut muesli, bread with peanut butter, nuts in a bag and all kinds of energy bars that contain nuts such as e.g. most types of Corny and some cereals too.

The school’s staff is dedicated to making sure that nothing containing nuts comes into the cafeteria, as Mrs. Sigríður, the headmistress, has invested in an egg cooker and now everyone eats eggs like there’s no tomorrow in the cafeteria.

Let’s show solidarity and protect our beautiful little nut-allergy babies.

Kindest regards.
Lára