Elskulegu foreldrar/forsjáraðilar
Við vorum svo lánsöm í haust þegar okkar dásamlega foreldrafélag færði skólanum höfðinglega gjöf; Hljóðkerfi sem hentar vel þegar við fáum gesti í skólann með fyrirlestra og aðrar kynningar, en hentar einnig vel fyrir einsöng og hljóðfæraleik.
Einnig fékk skólinn ýmsa aukahluti sem koma sér vel, míkrófóna og míkrófón statíf, snúrur við hæfi og nótnastand svo fátt eitt sé nefnt.
Þessar frábæru gjafir koma sér svo sannarlega vel í okkar ánægjulega starfi.
Hafið hjartans þakkir fyrir kæru foreldrar,
starfsfólk Ísaksskóla
Meðfylgjandi mynd er frá hausthátíð Foreldrafélagsins 2022.