Elskulegu foreldrar/forráðamenn.
Eins og ekki hefur farið fram hjá okkur varð hörmulegt slys í Hafnarfirði í vikunni þar sem 8 ára drengur lét lífið. Litli ljúfurinn er fyrrum nemandi okkar og félagi barna í 8 ára bekk. Við höldum vel utan um bekkjarfélaga og vini drengsins hér í skólanum og fengum prest til að ræða við börnin í gær.
Skólinn hefur verið í góðu sambandi við fjölskyldu drengsins og sent hlýjar kveðjur frá okkur öllum sem tilheyrum Ísaksskóla.
Við komum til með að flagga í hálfa stöng í fyrramálið, en hann verður jarðsettur á morgun. Við heiðrum minningu hans með fallegum morgunsöng.
Hjartans kveðjur
starfsfólk Ísaksskóla