Kæru foreldrar/forráðamenn,
Fyrsti skóladagurinn á nýju skólaári hjá 6-9 ára nemendum verður á föstudaginn kemur, þann 22. ágúst.
Skóladagurinn hefst kl. 8:30 stendur kl. 14:10. Eftir það tekur Sunnuhlíð (frístundin 6-9 ára nemenda) við og hún tekur til starfa strax fyrsta skóladaginn.
Nýir nemendur í 6-9 ára bekk verða boðaðir í viðtal fyrir föstudag. Kynningafundur fyrir foreldra 6-9 ára verður þriðjudaginn 2. september kl. 17:30.
Fyrsti skóladagurinn hjá 5 ára börnum verður föstudaginn 29. ágúst. Öll 5 ára börn verða boðuð í viðtal í vikunni á undan og kynningafundur fyrir foreldra 5 ára barna verður fimmtudaginn 28. ágúst kl. 17:30.
Við minnum einnig á að nemendur í Ísaksskóla þurfa ekki að kaupa ritföng og skólabækur þar sem að skólinn sér alfarið um það. Þó er mælst til að nemendur komi með teygjumöppu og tátiljur.
Líkt og fyrri ár gefst nemendum kostur á að vera í mataráskrift í hádeginu og kemur maturinn frá Krúsku.
Verðið er óbreytt frá því í fyrra, 640,- kr. máltíðin. Nemendur koma með ávexti/grænmeti að heiman fyrir morgunnesti og þurfa einnig að koma með nesti fyrir eftirmiðdags hressingu.
Við minnum á mikilvægi þess að börnin komi einungis með hollan og góðan mat. Sætmeti er ekki leyft t.a.m. orkustangir og þess háttar nema á sérstaklega tilkynntum dögum. Við mælumst til þess að nemendur séu ávallt með vatnsbrúsa í töskunni.
Fyrsta hádegismáltíðin verður mánudaginn 1. september. Fram að því þurfa nemendur sem eru í mataráskrift einnig að koma með nesti með sér.
Við hlökkum til samstarfsins á komandi skólaári,
starfsfólk Ísaksskóla