• Heim
  • Kennarar
  • Mentor
  • Vefpóstur
  • Vefstjórn
email
  • FRÉTTIR
  • SKÓLINN
    • Um skólann
      • Starfsáætlun
      • Skólagjöld
      • Frístundaheimili
      • Skólareglur
      • Skólaráð
        • Reglugerð
        • Nemendaráð
      • Stjórn skólans
        • Samþykktir/skipulagsskrá
      • Umhverfisstefna
      • Jafnlaunastefna
      • Persónuverndarstefna
      • Mannauðsstefna
      • Heilsugæsla
      • Velkomin í Ísaksskóla | bæklingur
    • Að byrja í Ísaksskóla
    • Skólasókn
      • Skólasókn – íslenska
      • Attendance – english
      • Obecność – polski
    • Beiðni um leyfi fyrir nemanda
    • Skólasamningur skólaárið 2025-2026
    • Skóladagatal 2024-25 og drög að 2025-26
    • Sumarskóli SÍJ
    • Skólasöngur Ísaksskóla
    • Tómstundaframboð
    • Skipurit
    • Stefna og einkunnarorð
    • Ráð og teymi
      • Jafnréttisráð
      • Áfallaráð
      • Forvarnarteymi
      • Nemendaverndarráð
      • Innra mats teymi
      • Teymi gegn einelti
    • Farsæld barna
    • Mat á starfi
  • STARFSFÓLK
  • MYNDASÖFN
    • 2024 – 2025
    • 2023 – 2024
    • 2022 – 2023
    • 2021 – 2022
    • 2020 – 2021
    • 2019 – 2020
    • 2018 – 2019
    • 2017 – 2018
    • 2016 – 2017
    • 2015 – 2016
    • 2013 – 2014
  • FORELDRAR
    • Foreldravefurinn
    • Bekkjarfulltrúar
    • Foreldrafélag Ísaksskóla
      • Stjórn Foreldrafélags SÍJ
      • Foreldrafélag: Lög
      • Foreldrafélag: Viðburðir
    • Skólavinir
    • Skjáviðmið barna
    • Útivistarreglur barna
  • ÁÆTLANIR
    • Áfallaáætlun
    • Aðgerðaráætlun gegn einelti nemenda
    • Aðgerðaráætlun gegn einelti starfsfólks
    • Starfsáætlun Ísaksskóla
    • Starfsáætlun frístundar
    • Jafnréttisáætlun
    • Umbótaáætlun
    • Eldvarna og rýmingaráætlun
    • Heildaráætlun um sérkennslu
    • Móttökuáætlun f. nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn
    • Móttökuáætlun f. nýtt starfsfólk
    • Umhverfisáætlun
    • Óveður / Öskufall
    • Öryggisáætlun
    • Símenntunaráætlun
    • Læsisstefna Skóla Ísaks Jónssonar
    • Viðbragðsáætlun almannavarna
    • Viðbragðsáætlun vegna fáliðunar – 5 ára deild
  • SKÓLANÁMSKRÁ
    • Skólanámskrá SÍJ
    • Námskrá 5 ára deildar
    • Námsmat SÍJ
    • Sérkennsla
  • UMSÓKN

Í upphafi skólaárs

9. ágúst 2015
by vala@isaksskoli.is
Comments are off

Kæru foreldrar / forráðamenn, 
Senn lýkur sumarleyfum nemenda. Starfsfólk Ísaksskóla hlakkar til að hitta þá aftur sem og nýja nemendur við skólann. Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin til samstarfs á nýju skólaári.

Áður en skólinn hefst viljum við benda á nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við skólabyrjun.

Mánudaginn 24. ágúst er fyrsti skóladagur hjá 6, 7, 8 og 9 ára nemendum. Skóladagurinn hefst kl. 8:30 og honum lýkur kl. 14:10 að venju. Sunnuhlíð (frístundarstarf 6-9 ára nemenda) tekur til starfa strax fyrsta skóladaginn. Hún er opin til kl. 17:15 alla daga nema til kl. 16:15 á föstudögum. 6-9 ára nemendur geta komið í Sólbrekku kl. 7:30-8:30 alla morgna óski foreldrar/forráðamenn eftir því.

Fimm ára börn verða boðuð sérstaklega í skólann til að hitta kennarann sinn áður en skólinn hefst. Fyrsti skóladagur þeirra er mánudagurinn 31. ágúst. Skóladagurinn hefst kl. 8:30 og lýkur kl. 13:25. Þá tekur Sólbrekka við.

Sólbrekka (frístundastarf barna í 5 ára bekk) tekur til starfa á sama tíma og fimm ára börnin koma í skólann. Þar eru börnin fyrir og/eða eftir skóla allt eftir óskum foreldra. Sólbrekka opnar kl. 7:30 á morgnana og er opin til kl. 17:15 alla daga nema til kl. 16:15 á föstudögum. Við viljum þó benda foreldrum/forráðamönnum á að fara rólega af stað með viðveru í Sólbrekku, því það er mikið álag á börnin að byrja í skóla og annarri viðveru á sama tíma.

Kynningarfundir fyrir foreldra/forráðamenn verða haldnir:

Fimmtudaginn 27. ágúst kl. 17:30 fyrir foreldra/forráðamenn fimm ára barna.
Miðvikudaginn 2. september kl. 17:30 fyrir foreldra/forráðamenn 6, 7, 8 og 9 ára nemenda.

Við vonumst til að sjá sem flesta á kynningarfundunum.

Eins og ávallt fá nemendur öll gögn í skólanum, bækur og ritföng. Þeir þurfa einungis að hafa meðferðis skólatösku, teygjumöppu og tátiljur fyrir leikfimi (fást í Ástund í Austurveri og Útilífi).

Hádegismatur og ávaxtastund
Ávaxtastund er daglega rétt fyrir kl. 10:00. Nemendur koma með ávöxt eða grænmeti að heiman. Maturinn í hádeginu kemur áfram frá Móður náttúru. Hann er valfrjáls og verðið verður 690,- kr. pr. máltíð. Móðir náttúra kappkostar að vera ávallt með hollan og bragðgóðan mat. Þeir nemendur sem eru í frístundinni koma með hollt og gott eftirmiðdagsnesti.

Fyrsta máltíðin hjá 6-9 ára verður mánudaginn 31. ágúst daginn sem 5 ára börnin koma í skólann.

Allir foreldrar/forráðamenn fá skólasamning til útfyllingar. Foreldrar/forráðamenn 5 ára barna fá samninginn í viðtali við kennara áður en skólinn hefst. Skólasamningur 6-9 ára nemenda verður settur í skólatöskuna fyrsta skóladaginn. Mikilvægt er að skólasamningurinn berist strax daginn eftir til Láru á skrifstofunni og að hann sé undirritaður af báðum foreldrum/forráðamönnum.

Í fyrsta sinn í mörg ár verður hækkun á skólagjöldum 6-9 ára nemenda og 5 ára barna úr nágrannasveitarfélögunum. Skólagjöld 6-9 ára hækka úr 190.000,- kr. í 200.000,- kr. á ári. Skólagjöld 5 ára barna úr nágrannasveitarfélögunum hækka úr 180.000,- kr. í 190.000,- kr. á ári. Kostnaðurinn vegna frístundarinnar hækkar einnig um 5%.

Gjaldskrá 5 ára barna úr Reykjavík breytist þar sem skólinn er búinn að gera þjónustusamning við borgina. Hún verður kynnt fljótlega.

Ef einhverjar spurningar vakna hjá ykkur bendum við ykkur á að hafa samband við skólann í síma 553-2590 eða skoða síðuna okkar hér. Einnig má hringja í mig beint.

Með skólakveðjum,
Sigríður Anna – skólastjóri – 898-4019

NÝJUSTU FRÉTTIRNAR

  • Páskafrí í Ísaksskóla 12. apríl 2025
  • Ársfundur Skóla Ísaks Jónssonar 8. apríl 2025
  • Vortónleikar barnakórs Ísaksskóla 3. apríl 2025
  • Öskudagurinn í Ísaksskóla 2025 5. mars 2025
  • Fjör á þemadögum 19. og 20. febrúar 2025 20. febrúar 2025

NÆSTU VIÐBURÐIR

  1. Skipulagsdagur

    12. maí @ 08:00 - 17:00
  2. Leikjadagur

    16. maí @ 08:00 - 17:00
  3. Uppstigningardagur

    29. maí @ 08:00 - 17:00
  4. Síðasti kennsludagur – skólaslit

    6. júní @ 08:00 - 17:00
  5. Sumarskólinn hefst

    12. júní @ 08:00 - 17:00

Skoða alla Viðburðir

Skóli Ísaks Jónssonar

Bólstaðarhlíð 20
105 Reykjavík

Sími: 553 2590
Netfang: isaksskoli@isaksskoli.is

Opnunartími skrifstofu er alla
skóladaga milli kl 8:00 - 16:00

 

.




Skóli Ísaks Jónssonar
Uppsetning og forritun: Tæknimiðlun ehf
Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.Ok