Kæru vinir ,
mig langar að vekja athygli ykkar á facebooksíðu skólans okkar: http://www.facebook.com/isaksskoli
Þar setjum við alltaf jafnóðum inn tilkynningar um allar fréttir og helstu efnisbreytingar á heimasíðu skólans ss. matseðill mánaðarins , ný myndasöfn og söngskrár.
Aukinheldur kennir þar ýmissa grasa hvað varðar aukaefni sem tengist skólanum okkar og er ekki að finna á vefnum okkar sjálfum.
Má þar nefna:
* stuttar myndbandastiklur úr leik og starfi barnanna hér
* stöku myndir ef eitthvað sérstakt er í gangi
* myndir af óskilamunum þegar þeir eru settir upp
* svipmyndir úr skólastarfinu í áranna rás
…svo einhver dæmi séu tekin, en sjón er ávallt sögu ríkari 🙂
Endilega kíkið í heimsókn á facebook síðuna okkar og fylgist með leik og starfi skólans á þessum skemmtilega félagsmiðli. Ég geri þar mitt besta til þess að færa ykkur skrefinu nær hinu dags daglega lífi barnanna ykkar hér í skólanum 🙂
Góðar stundir,
Vala Pálmadóttir,