Um síðastliðna helgi 2. – 3. desember fór fram Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur. Mótinu var skipt í þrennt 1.-3.bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10 bekkur.
Ísaksskóli sendi tvær skáksveitir. Eina í flokki 1.-3. bekkjar en hana skipuðu Adrían Ólafur Jónsson, Bjarki Hrafn Garðarsson, Kjartan Halldór Jónsson og Sunny Songkun. Lentu þeir í 7 sæti með 11 vinninga af 24 mögulegum. Í flokki 4.-7. bekkjar var skáksveitin skipuð þeim Arnari Degi Guðmundssyni, Kristófer Degi Bjarkarsyni, Kristófer Jökul Jóhannssyni, Markúsi Hrafn Idmont Skúlasyni og Tjaldur Wilhelm Norðfjörð. Lentu þeir í 20 sæti með 9,5 vinninga af 24 mögulegum, þessir drengir eru allir úr 4. bekk og eiga því alls þrjú ár eftir í þessum flokki! Frekari úrslit má sjá hér: http://www.chess-results.com/tnr318241.aspx?lan=1