Lítil prúðbúin börn sungu og skemmtu sér konunglega á jólaskemmtunum skólans föstudaginn 20. desember 2024.
Dagurinn var einstaklega hátíðlegur og fallegur og má segja að jólin hafi hitt okkur starfsfólk skólans í hjartastað eins og gerist iðulega þegar við dönsum í kringum jólatréð með okkar besta fólki og allir syngja af lífs og sálarkröftum.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum ljúf samskipti á árinu sem er að líða. Hér má sjá stutt myndskeið af jólaskemmtun.
Starfsfólk Ísaksskóla.