Miðvikudaginn 4. desember gengum við fylktu liði til friðar- og kærleiksstundar í Háteigskirkju þar sem séra Ása Laufey sóknarprestur tók á móti okkur og flutti fallega hugvekju. Dásamleg stund þar sem kirkjuklukkurnar tóku að hringja þegar okkar ástkæru nemendur nálguðust kirkjuna.
9 ára nemendur lásu jólaguðspjallið og Barnakór Ísaksskóla söng tvö lög undir stjórn Vigdísar Þóru kórstjóra við undirleik Sunnu Karenar.
Einstaklega kærleiksrík og falleg stund.