Miðvikudaginn 3. desember gengum við fylktu liði á friðar- og kærleiksstund í Háteigskirkju þar sem Ingibjörg Hrönn kennari og sunnudagaskólakona sá um að leiða stundina ásamt Móu og Vigdísi Þóru. Dásamleg stund þar sem kirkjuklukkurnar tóku að hringja þegar okkar ástkæru nemendur nálguðust kirkjuna. Níu ára nemendur lásu jólaguðspjallið og Barnakór Ísaksskóla söng tvö lög undir stjórn Vigdísar Þóru kórstjóra við undirleik Sunnu Karenar.
Einstaklega kærleiksrík og falleg stund. Að lokinni kirkjuferð er hefð fyrir því í Ísaksskóla að skólinn sé kominn í jólabúninginn og kirkjukaffi starfsmanna setur punktinn yfir i-ið.



