Kæru foreldrar/forráðamenn
Skóli Ísaks Jónssonar fer þess á leit við ykkur að þið aðstoðið barnið ykkar við að taka þátt í könnun á líðan nemenda í Ísaksskóla. Við biðjum ykkur að fara inn á vefslóð könnunarinnar, en hún var send rafrænt í tölvupósti til allra foreldra og forráðamanna skólans undir lok síðustu viku.
Það tekur aðeins fáeinar mínútur að svara þessum spurningum. Tilgangur könnunarinnar er að mæla einstaka þætti í skólanum, fá upplýsingar um hverju sé ábótavant og fá staðfestingu á því sem vel er gert. Það er ekkert sem skiptir okkur meira máli en velferð barnanna sem okkur er treyst fyrir og því er þátttaka í könnuninni: „Líðan nemenda í Ísaksskóla“ ómetanlegt hjálpartæki fyrir stjórnendur og starfsfólk í Skóla Ísaks Jónssonar.
Könnuninni er hægt að svara til miðvikudagsins 15. febrúar 2017.
Bestu kveðjur,
Innra mats-teymi Ísaksskóla