Föstudaginn 2. júní var sannarlega glatt á hjalla í Ísaksskóla. Kl 10:00 lögðu börnin öll sem eitt, land undir fót og þrömmuðu sem leið lá á Klambratún. Þar tók íþróttateymið okkar, Kiddi, Sóley og Matti Guðmunds á móti þeim. Þau voru búin að setja upp hvorki meira nér minna en 15 leikjastöðvar fyrir krakkana sem tóku strax til fótanna um leið og á túnið var komið og léku við hvern sinn fingur í hinum margvíslegu leikjum. Í hádeginu sló svo Foreldrafélag Ísaksskóla upp heljarinnar grillveislu á skólalóðinni og grillaði pylsur fyrir alla við mikinn fögnuð. Við þökkum börnunum fyrir skemmtilega samveru, og foreldrafélaginu fyrir frábæra grillveislu!
Myndasafn tileinkað grillveislunni er komið hér inn á vefinn undir MYNDASÖFN en einnig má smella hér til þess að sjá það.