Lestrarátak í Ísaksskóla

Fjögurra  vikna lestrarátaki hjá 7, 8 og 9 ára er lokið. Foreldrar og nemendur tóku mjög vel undir þetta verkefni sem sýnir sig í glæsilegum árangri nemenda í lestri og miklum framförum. Á vorönninni býðst foreldrum 6 ára barna að taka þátt í samskonar lestrarátaki.

Höldum áfram að hlusta á börnin okkar lesa, ræðum um innihald bókanna, rifjum upp og spáum fyrir um framvindu. Útskýrum hugtök og orð og eflum þannig orðaforða og málskilning. Að lesa skemmtilega bók eykur áhuga á lestri og munum að vera góðar fyrirmyndir og lesa sjálf.

Á Borgarbókasafni Reykjavíkur og á bókasöfnum í nágrannasveitarfélögunum fá börn ókeypis bókasafnskort.

Lesum fleiri bækur,
starfsfólk Ísaksskóla