Litlu jólin eru á morgun, fimmtudaginn 19. desember, í skólastofum. Þetta er venjulegur kennsludagur en nemendur mega koma með smákökur og drykkjarföng í fernum (röradrykk) í aukanesti. Ekkert gos er leyfilegt.
Jólatrésskemmtanir eru svo á föstudaginn, þann 20. desember. Jólaböllin eru tvö. Hið fyrra frá kl. 13:00-14:30 (mæting kl. 12:45) og hið seinna frá kl. 15:00-16:30 (mæting kl. 14:45). Nemendur safnast saman í skólastofunum sínum og ganga svo með sínum kennara að trénu í salnum. Engin kennsla eða gæsla er þennan dag og því miður er ekkert pláss fyrir foreldra eða vini á þessum jólatrésskemmtunum.
Kl. 13:00 – 14:30
5 ára HTH
5 ára EBH
6 ára BVK
6 ára SH
7 ára EE
8 ára MBD
9 ára VLA
Kl. 15:00 – 16:30
5 ára IG
5 ára SÓL
6 ára MÓH
7 ára ÞEK
7 ára HÞ
8 ára SG
9 ára EÁK
Sólbrekka verður lokuð á milli hátíðanna.
Skipulagsdagar verða 2. og 3. janúar (engin starfsemi í Sólbrekku né Sunnuhlíð). Skólahald hefst á ný 6. janúar.
Með jólakveðjum,
starfsfólk Ísaksskóla