Í gær fóru allir nemendur skólans með blað heim þar sem foreldrar/forráðamenn voru beðnir um að kemba börnum sínum.
Því miður virðist sem allt of margir foreldrar/forráðamenn hafi ekki kembt börnum sínum. Vegna þessa þykir rétt að árétta að hringt verður í foreldra/forráðamenn þeirra barna sem ekki koma með kvittun fyrir kembingu og þeim gert að sækja börn sín.
Það geta allir fengið lús og hún fer ekki í manngreiningarálit.
Allir nemendur eiga að vera með buff í skólanum í næstu viku og mikilvægt að nota hárteygju í síðu hári.
Finnið þið lús þá eru þetta næstu skref:
1. Fara í apótek og kaupa lúsasjampó.
2. Nota sjampóið (eftir leiðbeiningum, yfirleitt þarf að nota sjampóið aftur eftir
viku) -öll fjölskyldan og aðrir sem hugsanlega hafa getað smitast (sem
einstaklingurinn hefur umgengist síðustu daga).
3. Kemba yfir hárið. Fjarlægja dauða lús og nit.
4. Ef einstaklingur er með sítt hár þá er gott að renna yfir hárið með sléttujárni.
Taka litla lokka í einu. Sléttujárnið drepur
öll nit sem gætu hafa lifað af sjampó-meðferðina.
5. Þvo af öllum rúmum.
6. Ryksuga sófa og púða.
7. Þvo húfur, buff, úlpur/jakka með hettum.
8. Hárskraut og hárburstar/greiður í poka í frost í 1 dag.
9. Endurtaka stig 3-4 á hverjum degi í viku.
Gott er líka að úða piparmyntudropum eða tee tree olíu í hárið. Lúsin er ekki hrifin af þessari lykt og staldrar því síður við í hári sem hefur fengið þessa meðferð.
Auknar upplýsingar eru að fylgja í viðhengi með því að smella [hérna]