Verkalýðsdagurinn er miðvikudaginn 1. maí og er almennur frídagur.
Skipulagsdagur verður mánudaginn 20. maí. Athugið að þennan dag er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð eða Sólbrekku.
Uppstigningadagur er fimmtudaginn 30. maí og er almennur frídagur.
Leikjadagur verður föstudaginn 24. maí. Farið verður á Miklatún og farið í leiki sem Matti krull, Jói og Valdís íþróttakennarar skipuleggja.
Síðasti kennsludagur er föstudagurinn 7. júní. Þessi dagur er hefðbundinn skóladagur. Skólaárinu lýkur með skólaslitum kl 13:30 og þá er foreldrum velkomið að koma og hlýða á tröppusöng. Að honum loknum fylgja börnin kennara sínum inn í skólastofu og kveðja þar. Engin frístund er að skólaslitum loknum.
Sumarskólinn hefst miðvikudaginn 12. júní.
Með sumarkveðjum,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir