Skipulagsdagur verður mánudaginn 10. maí. Engin starfsemi er í Sunnuhlíð né Sólbrekku þennan dag.
Uppstigningadagur er fimmtudaginn 13. maí og er almennur frídagur.
Leikjadagur verður föstudaginn 21. maí. Farið verður á Miklatún og farið í leiki sem Matti krull og Jói íþróttakennarar skipuleggja.
Annar í hvítasunnu er mánudaginn 24. maí og er almennur frídagur.
Síðasti kennsludagur er fimmtudagurinn 10. júní. Þessi dagur er hefðbundinn skóladagur. Skólaárinu lýkur með skólaslitum kl 14:10 og þá er foreldrar/forráðamenn og fjölskyldur velkomnar í skólann að hlýða á tröppusöng. Við sendum nánara skipulag þegar nær dregur í samræmi við gildandi sóttvarnarreglur. Engin frístund er að skólaslitum loknum.
Sumarskólinn (fyrir 5 og 6 ára) hefst mánudaginn 14. júní.
Okkar bestu kveðjur,
starfsfólk Ísaksskóla