Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru mánudaginn 4., þriðjudaginn 5. og miðvikudaginn 6. mars. Þeir eru að jafnaði hefðbundnir skóladagar hjá okkur. Þó viljum við benda á að á:
… bolludag mega börnin koma með rjómabollur í skólann í aukanesti.
… sprengidag – saltkjöt og baunir, túkall.
… öskudag mega börnin koma í búningum í skólann. Við viljum biðja ykkur um að geyma öll vopn heima. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni strax um morguninn svo það er mikilvægt að koma tímanlega í skólann. Eftir skóla tekur frístundin við eins og aðra daga.
Skipulagsdagur verður föstudaginn 22. mars. Athugið að þann daga er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð eða Sólbrekku.
Með góðum kveðjum,
starfsfólk Ísaksskóla